Skilmálar Restyled
Almennt
Viðskiptavinum Restyled er eindregið ráðlagt að kynna sér skilmála þjónustunnar vandlega áður en þeir kaupa þjónustu á Restyled.is. Með því að nota þjónustu Restyled.is samþykkir og staðfestir viðskiptavinur að hann hafi kynnt sér, skilið og samþykkt, án fyrirvara, skilmála þessa, eins og þeir eru á hverjum tíma. Restyled áskilur sér rétt til að breyta skilmálum án fyrirvara.
Restyled er rekið af Restyled ehf., kt. 590225-1340. Skrifstofa félagsins er staðsett að Rökkvatjörn 6, 113 Reykjavík. Fyrir frekari upplýsingar eða ábendingar um vefsíðuna og þjónustuna er hægt að hafa samband í gegnum tölvupóst á restyled@restyled.is eða í síma 857-2951.
Upplýsingar um þjónustu og verð
Restyled.is veitir stílistaráðgjöf í formi áskriftarboxa. Viðskiptavinur fyllir út ítarlega könnun þar sem m.a. eru veittar upplýsingar um stærðir, snið og verðviðmið, sem gerir ráðgjafa kleift að skilgreina þarfir viðskiptavina sem best.
Stílistinn velur 3 eða 5 vörur sem sendar eru á þann áfangastað sem viðskiptavinur tilgreinir.
Viðskiptavinur greiðir annars vegar fast stílistagjald og hins vegar fyrir vörurnar sem ráðgjafi Restyled velur.
Stílistagjaldið ræðst af tíðni áskriftarboxa og er eftirfarandi:
- Box einu sinni í mánuði: 4.590 kr.
- Box á 6 vikna fresti: 5.290 kr.
- Box á 2 mánaða fresti: 5.690 kr.
- Stakt box (án áskriftar): 5.990 kr.
Verð innihalds Restyled boxa ræðst alfarið af fjárhagsviðmiðum viðskiptavina. Heildarverð vara í boxinu getur því verið á bilinu 15.000 kr. til 100.000 kr.
Hringrásarpakkinn: 18.790 kr. með öllu innifalið. Þessi pakki inniheldur 3 flíkur í frábæru standi (notuð föt), stílistagjald er innifalið og sendingarkostnaður er innifalinn.
Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur.
Greiðsluferli og afgreiðsla pantana
Viðskiptavinur greiðir stílistagjald í hvert skipti sem box er sent út, hvort sem um er að ræða áskrift eða stakt box. Stílistagjald er ekki endurgreitt.
Þegar greiðsla fyrir stílistaþjónustuna hefur borist, fær viðskiptavinur box með 3 eða 5 vörum, valdar í samræmi við þarfir hans. Vörurnar eru keyptar inn sérstaklega fyrir hvern viðskiptavin frá verslunum sem eru í samstarfi við Restyled.
Greiðsla fyrir vörunum í boxinu er tekin fyrirfram, áður en boxið er sent út. Box verður ekki sent út ef ekki er heimild fyrir greiðslu.
Sjá hlutann um Skilafrest til að vita meira um skil og endurgreiðslur.
Box eru send út innan 3 daga ef áskrift 1x í mánuði er valin, annars innan 5 daga.
Restyled greiðir sendingarkostnað og notar þjónustu Dropp. Dropp afhendir samdægurs innan höfuðborgarsvæðisins. Sendingar á landsbyggðinni geta tekið 1-2 virka daga að verða tilbúnar til afhendingar.
Áskrift endurnýjast sjálfkrafa. Það er á ábyrgð viðskiptavinar að stöðva áskrift, tímabundið eða til frambúðar, á "Mínum síðum" á Restyled.is.
Athugið að um tvær aðskildar greiðslur er að ræða í hverju tilviki: annars vegar stílistagjaldið og hins vegar greiðslu fyrir innihald boxins. Skilmála vegna skila má finna hér að neðan.
Skilafrestur
Viðskiptavinur á rétt á að skila vörum innan 5 daga frá því að sending er tilbúin til afhendingar hjá Dropp. Hægt er að fá endurgreiðslu fyrir hluta eða allt innihald boxins.
Vörurnar skulu vera í upprunalegu ástandi, ónotaðar og með öllum verðmiðum á.
Restyled greiðir sendingarkostnað vegna skilavara. Ekki er hægt að fá endurgreiðslu eftir að skilafrestur rennur út.
Athugið að stílistagjald fæst ekki endurgreitt, óháð því hvort viðskiptavinur ákveði að halda öllum vörum, hluta þeirra eða engum.
Gallaðar vörur
Ef vara í Restyled boxi reynist gölluð, er viðskiptavini boðin endurgreiðsla eða skipti í sambærilega vöru, að því gefnu að slík vara sé fáanleg. Tilkynningar vegna gallaðra vara ber að senda á restyled@restyled.is.
Meðhöndlun korta- og persónuupplýsinga
Við skráningu á póstlista Restyled.is þarf viðskiptavinur að veita persónuupplýsingar, m.a. fullt nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang. Með skráningu á póstlista Restyled samþykkir viðskiptavinur að persónuupplýsingar hans séu skráðar og unnar í samræmi við skilmála þessa.
Viðskiptavinur verður að skrá sömu upplýsingar og nefndar eru hér að ofan til þess að kaupa þjónustu Restyled, hvort sem um stakt box eða áskrift sé að ræða.
Restyled fer með allar persónuupplýsingar sem trúnaðarmál og af ýtrustu varúð.
Meðhöndlun korta- og persónuupplýsinga vegna áskriftar hjá Restyled fer fram í gegnum Áskel (Overcast), áskriftarkerfi með PCI-vottun sem heimilar örugga geymslu kortaupplýsinga. Kortaupplýsingar eru ekki geymdar af Restyled undir neinum kringumstæðum.
Eyðing gagna
Beiðnir um eyðingu persónuupplýsinga skulu berast með tölvupósti á restyled@restyled.is. Til að flýta afgreiðslu er æskilegt að senda fullt nafn, skráð netfang og aðrar auðkennisupplýsingar sem tengjast notkun þjónustunnar.
Restyled afgreiðir beiðnir í samræmi við persónuverndarlög og GDPR. Við gætum óskað eftir frekari staðfestingu á auðkenni áður en beiðni er afgreidd. Þegar eyðingu er lokið verður staðfesting send á netfang viðkomandi.
Lög og varnarþing
Skilmála þessa skal túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða krafa á hendur Restyled á grundvelli þessara skilmála, skal slíkur ágreiningur leystur fyrir íslenskum dómstólum.